- Advertisement -

Þingmenn verði að skila reikningum

Andrés Ingi Jónsson VG, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

„Með frumvarpi þessu er lagt til að starfskostnaður þingmanna verði einungis endurgreiddur samkvæmt reikningum og heimild til að greiða starfskostnað sem fasta fjárhæð mánaðarlega falli brott. Jafnframt er lagt til að ráðherrar eigi ekki rétt á endurgreiðslu starfskostnaðar enda starfskostnaður þeirra greiddur af ráðuneytum.“ Þannig er nýtt lagafrumvarp sem var lagt fram á Alþingi í dag. Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Í greinargerðinni má finna þetta:

Undanfarin misseri hefur mikil umræða átt sér stað um það hvernig æskilegt sé að haga endurgreiðslum á útlögðum kostnaði kjörinna fulltrúa vegna starfa þeirra. Vegna gagnrýni á óhóflegar endurgreiðslu aksturskostnaðar þingmanna vegna notkunar á eigin bifreiðum hefur mikið starf verið unnið innan forsætisnefndar Alþingis til þess annars vegar að skerpa á reglum og hins vegar að tryggja gagnsæi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og svo þetta: „Við það tilefni kom enn fram með skýrum hætti að ekki sé litið á endurgreiðslu starfskostnaðar sem eðlilegan útgangspunkt en fasta greiðslu án reikninga sem undantekninguna: „Almennt fá þingmenn greiddan fastan starfskostnað og greiða af honum staðgreiðslu. Þeim er þó heimilt að leggja fram reikning og kemur fjárhæð þeirra þá til lækkunar á staðgreiðslugrunni.“

Þykir flutningsmönnum þessi afgreiðsla forsætisnefndar sýna að full innistæða hafi verið fyrir áhyggjum þeirra sem árið 1995 óttuðust að litið yrði á starfskostnað sem launagreiðslur, og þar með laun sem þingmenn ákvarða fyrir sjálfa sig.“

Þessir þingmenn leggja frumvarpi auk Andrésar Inga: Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Guðmundur Andri Thorsson, Björn Leví Gunnarsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: