Þórhildur Sunna fékk mest þingmanna

Kostnaður vegna þingmanna í apríl liggur fyrir. Ásmundur Friðriksson er í ellefta sæti.

Steingrimur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Alþingi greiddi honum rúmlega 2,3 milljónir í apríl.

Ferðakostnaður og starfskostnaður, sem Alþingi greiðir þingmönnum sérstaklega, er mishár milli þingmanna.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fékk mest allra, eða 514.858. Næst á eftir henni kemur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, en hún fékk greiddar 428.383 krónur.

Þar næst kemur forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, sem fékk 332.330 krónur í annan kostnað í apríl. Samtals borgaði Alþingi Steingrími rúmar 2,3 milljónir í apríl.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ásmundur Friðriksson, methafi í greiðslunum, er nú í ellefta sæti. Ferðakostnaður hans var 183.896.

Greiðslur vegna bílaleigubíla er ekki hluti greiðslnanna. Listann er hægt að sjá hér.
Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: