- Advertisement -

Þrívíð sköpun og tækni í Spark

Menning Í þínar hendur er lifandi vinnustofa listamanna, hönnuða og tölvunarfræðinga þar sem könnuð verður sú bylting í framleiðsluferlinu sem þrívíð prenttækni kann að leiða til, mögulega tilfærslu úr höndum stórra eininga og fyrirtækja, í hendur einstaklinga og teyma.

Vinnustofan gengur út á þverfaglega samvinnu lista og vísinda þar sem nýjir möguleikar frá hugmynd til framkvæmdar með þrívíddarprentun eru kannaðir. Allt ferlið er sýnilegt þeim sem koma og heimsækja vinnustofuna, hvernig hugmynd verður til, hvernig samvinna byggir ofan þekkingu eða möguleika og hvernig tæknin framkallar svo útkomu ferlisins með þrívíðri prentun að lokum. Gestir sýningarinnar munu geta lagt sitt af mörkum og útkoman/verkið fer aftur á þróunarstigið.

Þrívíddarprentun hefur verið þekkt og notuð í 20 ár en nú fyrst er hún að verða aðgengileg hinum almenna notanda. Það að tækni af þessu tagi verði hluti af daglegu lífi felur í sér gjörbyltingu í hugmyndum okkar um sköpunar- og framleiðusluferlið sem og neyslu. Með aðstoð tölvutækni er hægt að skapa hvaða form sem er og með þrívíddarprentun verður hægt að framleiða það – í hvaða efni sem er.

Ferlið á milli sköpunar og framkvæmdar er um það bil að styttast til muna og neyslusamfélagið að umbyltast. Þekkingin til að skapa og framleiða og handverkið einnig, er að færast aftur í hendur einstaklinga með nýjum formerkjum. Þetta mun ekki einungis hafa áhrif á það hvernig við neytum og njótum, heldur á sjálfsmynd einstaklinga og samfélaga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þátttakendur eru Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður, Embla Vigfúsdóttir leikjahönnuður, Ólafur Ómarsson viðmóts- og hugbúnaðarhönnuður og Kolbeinn Hugi Höskuldsson myndlistarmaður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: