- Advertisement -

Því liggur svona mikið á?

Þeir segja útgerðum blæða út, og það stöðugt. Því er spurt, liggur þeim svo mikið að á að komast í sumarfrí, nú fyrir miðjan júní og til 1. október í haust að þeir láti allt yfir sig ganga, allt?

Eftir að hafa hlustað á ræður Sjálfstæðismannanna, Kristjáns Þórs Júlíussonar, Óla Björn Kárasonar og Teits Björns Kárasonar, um lendinguna í veiðigjaldamálinu vaknar margar spurningar. „Lögfræðilegt bix,“ kallar Teitur Björn samkomulagið.

Allir þrír tala sem útgerðum sé að blæða út, hverri af annarri. Málið þoli enga bið. Teitur Björn sagði að þær breytingar sem fyrirhugaðar voru, hafi komið hið minnsta einu ári of seint á dagskrá Alþingis. Vandinn hafi blasað við lengi.

Vont er að efast um alvöru þingmannanna og ráðherrans. Þeir trúa væntanlega á málflutning sinn. Ef stöðumat þeirra er rétt, því sömdu þeir þá um annað? Því létu þeir stjórnarndstöðuna stöðva málið? Óli Björn sagði í sinni ræðu að meirihluti Alþingis vildi gera breytingarnar. Vildi aflétta drjúgum hluta veiðigjalda.

Þeir segja útgerðum blæða út, og það stöðugt. Því er spurt, liggur þeim svo mikið að á að komast í sumarfrí, nú fyrir miðjan júní og til 1. október í haust að þeir láti allt yfir sig ganga, allt? Málflutningur þeirra er einsog verið sé að lýsa sjúklingum sem eru að blæða út og vegna skítamórals á vinnustað er tekin ákvörðun um að láta sjúklingunum blæða. Jafnvel til dauða.

Er snemmbúið sumarfrí þingmanna mikilvægara en framtíð lítilla og meðalstórra útgerða um land allt? Eða meina menn kannski ekkert með því sem þeir segja? Meginhluti eftirgjafar veiðigjalda átti hvort sem er ekkert að renna til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Heldur til þeirra stærstu og öflugustu.

Er þetta allt svo aumur leikþáttur að þegar á reynir skipti mestu að þingmen komist sem fyrst út í sumarið?

Ræða Teits Björns Einarssonar:

Ræða Óla Björns Kárasonar.

Ræða Kristjáns Þórs Júlíussonar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: