- Advertisement -

Trúir frekar Gunnari Braga

Marinó G. Njálsson.

Marinó G. Njálsson skrifar: Ég skora á þá að gefa sig fram, sem trúa forsætisráðherra að hún hafi ekki vitað um skipun Geirs H. Haarde fyrirfram og að fjármálaráðherra hafi ekki verið búinn að semja um þá niðurstöðu við Framsókn við myndun Laugarvatnsstjórnarinnar. Ég trúi fyllerísrausi Gunnars Braga um þetta frekar en ráðherrum, sem eru að reyna að vernda ímynd sína.

Bæði eru þau í þeirri stöðu að geta ekki annað en neitað orðum Gunnars Braga upp á trúverðugleika sinn. Mér finnst hins vegar út í hött, að formaður VG hafi ekki vitað að ætlunin var að skipa Árna Þór samhliða skipun Geirs. Það væri algjör nýjung í íslenskri pólitík, að áberandi einstaklingur í stjórnarandstöðuflokki fengi slíka skipun án þess að formaðurinn vissi hvað stæði til. Þannig gerast einfaldlega ekki kaupin á eyri íslenska fjórflokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: