- Advertisement -

Trump, Obama og Davíð

- fjölmiðlamafían svaf viljandi yfir sig í átta ár, að mati ritstjóra Morgunblaðsins.

Davíð Oddsson skrifar:
„Norska nóbelsnefndin gerði sig að kjána og veitti honum friðarverðlaun.“

„Trump telur augljóst að fyrirrennarinn hafi haft nær alla sjónvarps- og blaðamafíuna sem gagnrýnislausa aðdáendur alla forsetatíðina en hann sjálfur sé ofsóttur frá fyrsta degi. Og þótt þeir sömu fussi og sveii því er óneitanlega nokkuð til í því,“ skrifar Davíð Oddsson í Reykjavíkurbréfi í Morgunblaði morgundagsins.

Davíð heldur áfram: „Og þótt þeir sömu fussi og sveii því er óneitanlega nokkuð til í því. Fjórða valdið svaf yfir sig í átta ár. Ekki óviljandi. Það kveikti ekki á vekjaraklukkunni og svaraði ekki í síma. En jafnvel þeir í hópi bandarískra blaðamanna sem nú viðurkenna að sleikjugangurinn við Obama hafi gengið úr hófi fram segja það sér mál.“

Og í framhaldi kemur þetta: „Þau mistök megi færa í kladda, en fyrir þau verði ekki bætt með því að fara silkihönskum um Donald Trump og stjórnmálalega kollhnísa hans. Bandarískir fjölmiðlar voru ekki einir um að breytast í glórulausan aðdáendaklúbb forseta Bandaríkjanna. Það gerðist líka utan þeirra. Obama var fagnað eins og rokkstjörnu í Berlín áður en hann var kjörinn forseti og Norska nóbelsnefndin gerði sig að kjána og veitti honum friðarverðlaun fyrir það eitt að vera til, áður en nokkuð hafði reynt á hann í embætti. Meira að segja norskir kratar myndu ekki veita honum friðarverðlaun núna. Risið á þeirri nefnd hækkaði ekki þegar hún veitti samtökum sem logað hafa í ófriði upp á síðkastið og búrókrötum þeirra í Brussel friðarverðlaun í næstu lotu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: