- Advertisement -

Tvær ólíkar hliðar á sögu Svavars

Svavar Gestsson skrifaði stutta sögu á Facebook:

„Ég hitti sjómann frá Drangsnesi við apótekið á Hólmavík í fyrradag. Hann gerir út einn bát. Aleinn. Hann er ekki auðkýfingur. Ég spurði: Hvernig gengur? Hann sagði veiðigjöldin eru erfið. En svo bætti hann þau eru að lækka segir hún Lilja. Núna liggur það fyrir að þau lækka ekki. Ríku útgerðarfyrirtækin eru þessa dagana að kaupa upp veiðiheimildir margra smáfyrirtækja allt í kringum landið. Byggðastefna peningaaflanna. Ferlega er langt frá Drangsnesi suður á Austurvöll. Var svona mikilvægt kanski að koma höggi á VG? Má aldrei horfa á málin í samhengi? Katrín sýndi sem fyrr að hún er leiðtogi og hjó á hnúta eins og formaður Viðreisnar benti á en málinu er frestað. Vandi smáútgerðanna allt í kringum landið blasir við. Þeir ríku eru að kaupa þau upp; Bogesen kaupir bátinn af Sölku Völku.Sagan endurtekur sig.“

Svo er önnur hlið á sömu sögu, eða því sem næst:

„Ég hitti öryrkja úr Reykjavík við aðalstöðvar Mæðrastyrksnefndar. Hann býr einn. Aleinn. Hann er ekki auðkýfingur. Ég spurði: Hvernig gengur? Hann sagði örorkubæturnar vera erfiðar, langt undir framfærsluviðmiðum. En svo bætti hann við og sagði að Katrín og Svandís hafi sagt að þær yrðu hækkaðar. Núna liggur fyrir að þær hækka ekki. Ríku leigufélögin eru þessa dagana að kaupa íbúðirnar sem fátæka fólkið getur ekki haldið. Mannúðarstefna ríkisstjórnarinnar. Ferlega er langt úr raunheimum niður á Austurvöll. Er svona mikilvægt að fresta réttlætinu, einu sinni enn? Má aldrei ræða málin í samhengi? Katrín sýndi hvernig leiðtogi hún er og vildi færa milljarða til stórútgerðanna .Vandi öryrkja allt í kringum landið blasir við. Þeir ríku kaupa upp eignir þeirra fátæku og leigja aftur á uppsrengdu verði. Bogensen kaupir íbúðina hennar Sölku Völku. Sagan endurtekur sig.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: