Tveggja ára fangelsi

Stjórnmál Ásta Guðrún Helgadóttir, fráfarandi þingmaður Pírata, skrifar grein vegna máls Bjarna Benediktssonar.

„Í samhengi við nýjustu fréttir þá er vert að minnast þess að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins var dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar þegar hann seldi bréf sín í Lansbankanum.

Eins og segir í fréttinni: „Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur komst að þeirri niður­stöðu, að Bald­ur hefði búið yfir inn­herja­upp­lýs­ing­um þegar hann seldi hluta­bréf sín í Lands­bank­an­um, og hefði því verið inn­herji í skiln­ingi laga um verðbréfaviðskipti og brotið gegn þeim lög­um.“

Tveggja ára fangelsisdómur fyrir að brjóta af sér í opinberu starfi, fyrir að nýta innherjaupplýsingar og selja bréf sín korter í hrun. Miðað við það sem hefur komið fram í fjölmiðlum um málefni Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu og sölu þeirra á bréfum sínum í Sjóði 9 – hvernig er þetta mál eitthvað frábrugðið máli ráðuneytisstjórans? Tveggja ára fangelsi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nei, og svo verður bara sagt, ha? nei, ég gerði ekkert af mér – það eru allir að vera svo vondir við mig, og 25% þjóðarinnar mun kjósa þetta yfir okkur aftur.
Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: