- Advertisement -

Tvídæmdur dómsmálaráðherra

Alþingi Staða Sigríðar Á. Andersen var eðlilega mikið rædd á Alþingi á fyrsta þingfundi að loknu jólaleyfi þingmanna.

Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sagði meðal annars:

„Í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur situr dómsmálaráðherra sem í síðasta mánuði fékk á sig tvo dóma í Hæstarétti vegna embættisfærslna sinna. Þetta er langt í frá daglegt brauð. Hún var einfaldlega dæmd fyrir að hafa farið þvert gegn fimm manna hæfisnefnd sérfræðinga sem mátu umsækjendur í starf dómara við Landsrétt.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherar sagðist ekki vita betur en; „…að það sé einmitt til skoðunar hjá háttvirtum þingmanni sem leiðir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar séu þau mál til frekari skoðunar. Ég styð það að sú nefnd ljúki yfirferð sinni um þau mál eða ákveði nákvæmlega hvernig hún á að fara fram. Því það er eðlilegt að við tökum þetta mál til umræðu á þeim vettvangi eins og þegar hefur verið ákveðið að gera.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nákvæmari varð forsætisráðherra ekki um stöðu dómsmálaráðherra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: