- Advertisement -

Um hvað er maðurinn að tala?

Halda má að hér séu tvær þjóðir í landinu, hið minnsta. Víst er að það fólk sem heldur til í þessu húsi er í afneitun á stöðu margra Íslendinga.

„Aðal­atriðið núna er að standa vörð um þann mikla ár­ang­ur sem náðst hef­ur á und­an­förn­um árum. Það á að vera sam­eig­in­legt mark­mið okk­ar allra.“

Þetta segir Halldór Benjamín Þorgeirsson yfirstarfsmaður Samtaka atvinnulífsins. Hann er að reyna, með þessu, að höfða til láglaunafólks og verkalýðsfélaganna. Hvernig er þetta í Borgartúni 35, veit fólkið þar ekkert um vandræði og vanlíðan fjölda fólks sem getur ekki með nokkrum hætti framfleytt sér og sínum af þeim launum sem eigendur Halldórs eru tilbúir til að borga því.

„Nálg­un at­vinnu­rek­enda er sú að næstu samn­ing­ar snú­ist um að bæta lífs­kjör okk­ar allra og lífs­kjör eru sam­sett úr fleiri þátt­um en launaliðnum.“ Þetta sagði hann líka í enn einu Moggaviðtalinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvað á hann við? Kannski vill hann að hugsanleg bætt staða fólks verði greidd af því sjálfu, en ekki atvinnurekendum, það er úr ríkissjóði. Samt er erfitt að átta sig á hvað hann vill og hvert hann er að fara.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: