- Advertisement -

Umræðan einungis fyrir fáa og útvalda?

Einn kafli í ræðu þjóðhátíðarræðu Katrínu Jakobsdóttur er nokkuð loðinn venjulegu fólki. Helst má skilja Katrínu sem hún kveinki sér undan almenningi  og öllum þeim sem ekki tala eða skrifa henni að skapi. Hún nefnir hvergi „loftárásir“ einsog Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gerði þegar hann var í sama embætti.

En hvað er það í ræðu Katrínar sem er venjulegu fólki svo torskilið:

„Samskiptamiðlar og leitarvélar sem forritaðar eru með tilteknum hætti hafa þegar haft áhrif á stjórnmálaumræðu sem fer fyrst og fremst fram með yfirlýsingum sem ekki mega spanna meira en 280 stafabil. Sú staðreynd hefur gert það að verkum að dýpri stjórnmálaumræða á undir högg að sækja. Hver verða áhrifin af því? Nýtum tæknibreytingar til góðs og tryggjum að þær ýti ekki enn frekar undir sundrandi umræðu í pólitísku umhverfi sem nú þegar einkennist af því að samvinna og málamiðlanir sem lengi hafa verið undirstaða lýðræðissamfélagsins eru orðnar löstur en ekki kostur. Fjölþjóðlegt samstarf á að sama skapi undir högg að sækja, boðaðir eru múrar milli landa og æ fleiri virðast telja einstrengingshátt til sérstakra dyggða.“

Ritstjórn Fréttablaðsins hefur greinilega ekki verið viss um hvað ráðherrann meinti. Kallað var til fræðimannsins, Evu Heiðu Önnudóttur stjórnmálafræðings við Háskóla Íslands.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ekki er fyllilega skýrt hvort forsætisráðherra var að vísa til íslenskra stjórnmála sérstaklega með skírskotun sinni til breyttra viðhorfa til samvinnu og málamiðlana, en flokkur forsætisráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ríkisstjórnarsamstarfs með flokkum sem hafa mjög ólíkar áherslur á sviðum skatta- og velferðarmála, umhverfismála og varnarsamstarfs á vettvangi NATO,“ segir í frétt Fréttablaðsins.

Í Fréttablaðinu segir einnig: „Mér finnst þetta mjög áhugaverðir punktar hjá henni því það er alveg tilefni til að hafa áhyggjur en svo hættir okkur líka til að mála skrattann á vegginn og segja að þetta sé allt að fara til fjandans,“ segir Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur aðspurð um breytingar á stjórnmálaumræðunni með tilkomu samfélagsmiðla og áhrifa tæknibreytinga á þá.“

Svo kemur lokadómurinn um umræðuna og hugsanlega afturför hennar:

„Aðspurð segir Eva að þrátt fyrir þetta séu engin merki um að gæði og dýpt í pólitískri umræðu eigi frekar undir högg að sækja nú en áður, enda hverfi slík umræða ekki þótt hitt bætist við.“

Einfaldasta útlistunin er sú að Katrín amast við að almenningur tjái sig um íslensk stjórnmál á samfélagsmiðlum, á netinu. Til þess skorti fólk og þekkingu og að auki sé það ekki nógu jákvætt í hennar garð, flokksins hennar og ríkisstjórnarinnar.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: