- Advertisement -

„Upphlaupslýður“ situr á Alþingi

„Slíkt fólk mun aldrei auka á traust almennings á stjórnmálum,“ að mati Brynjars Níelssonar.

„Til er nokkuð stór hópur fólks í stjórnmálum sem hefur lítið sem ekkert til málanna að leggja þegar kemur að hagsmunum almennings. Allur tími og orka þessa fólks fer í hverskyns upphlaup,“ skrifar einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson.

„Á það sérstaklega við þegar kosningaúrslit er því ekki að skapi. Allt gengur út á að tortryggja andstæðinginn og saka hann um hvers konar óheiðarleika og spillingu. Þess á milli er hent inn í þingið vanhugsuðum og tilgangslausum frumvörpum, fyrirspurnum og þingsályktunum. Svo eyðir það tíma þingsins með málæði um málefni sem það hefur hvorki vit á né nennt að kynna sér,“ skrifar Brynjar.

„Einhverjir trúa því, jafnvel óháðir og hlutlausir fjölmiðlar, að þetta séu stjórnmál framtíðarinnar. Í gamla daga var þetta kallað upphlaupslýður. Slíkt fólk mun aldrei auka á traust almennings á stjórnmálum.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: