- Advertisement -

Uppreisn breiðist út í Sjálfstæðisflokki

„Uppreisn gegn samþykkt orkupakkans er að breiðast út innan Sjálfstæðisflokksins, þegar svo er komið að Sjálfstæðisfélag Skóga- og Seljahverfis, hefur boðið Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrum utanríkisráðherra og formanni Alþýðuflokks á fund til þess að ræða málið, en Jón Baldvin hefur snúizt hart gegn orkupakkanum,“ skrifar Styrmir Gunnarsson á styrmir.is.

„Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins er hörð andstaða við málið en þar er líka að finna ákafa talsmenn þess að samþykkja. Staðan innan VG er óljósari og misvísandi fréttir, sem þaðan berast.“

„Samhljóða höfnun miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins um helgina á innleiðingu orkupakka 3 frá ESB felur í sér pólitísk stórtíðindi. Hún þýðir að það er kominn upp alvarlegur ágreiningur innan stjórnarflokkanna um málið, sem hefur verið að þróast undanfarnar vikur,“ skrifaði hann.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: