- Advertisement -

Útgerðin og frjálshyggjan

Alþingi Tveir þingmenn, Logi Már Einarsson og Óli Björn Kárason, skiptust á skoðunum um veiðigjöld og frjálshyggju, á þingfundi.

Logi sagði „…alveg ótrúlegt að hlusta á fulltrúa frjálshyggjunnar hérna, háttvirtan þingmann Óla Björn Kárason, þegar kemur að útgerðinni. Á hún að lúta allt öðrum lögmálum en allir aðrir? Allt öðrum en verkfræðistofur eða rakarastofur eða nuddstofur? Er ekki allt í lagi þó að eitthvað af útgerðarfyrirtækjunum fari á hausinn og við leitum í hagkvæmasta reksturinn þannig að þjóðin fái á endanum afgjaldið? Aðalatriðið er að byggðunum blæði ekki. En ef háttvirtur þingmaður getur fullvissað mig um að í núverandi kerfi hafi byggðunum ekki blætt, þá skal ég bara biðjast afsökunar.“

Óli Björn varðist, hann sagði: „Það kemur ekkert á óvart að þingmaðurinn skuli tala með þessum hætti þegar hugmyndafræði hans byggir á því að ríkið sé að afsala sér einhverjum tekjum þegar skattar eru ekki hækkaðir meira en gert er eða þeir lækkaðir. Sá sem talar með þeim hætti gengur út frá því að ríkið eigi í raun eigi allt sem einstaklingurinn aflar sér, launamaðurinn, vegna þess að það er ekki hægt að afsala sér neinu því sem maður á ekki. Hugmyndafræðin byggir á því að ríkið eigi í rauninni allt sem einstaklingurinn aflar og fyrirtækin afla. Þeirri hugmyndafræði er ég að berjast gegn. Ef það telst frjálshyggja er ég frjálshyggjumaður.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: