- Advertisement -

Vantaði virkilega tvo sendiherra?

Stjórnmál Gunnar Bragi Sveinsson hefur skipað tvo nýja sendiherra, þá Geir H. Haarde og Árna Þór Sigurðsson.

„Utanríkisráðherra hefur í dag skipað þá Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra, og Árna Þór Sigurðsson, alþingismann og fyrrverandi formann utanríkismálanefndar, sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 1. janúar 2015.“ Þetta segir á vef ráðuneytisins.

Báðir eru þeir allra góðra gjalda verðir. Ekki er enn vitað hvar þeir munu gegna sendiherrastörfum. Ekki fylgir með í frétt utanríkisráðuneytisins hvort Ísland vantaði tvo sendiherra.

Fyrir tíu árum, þegar Davíð Oddsson, sat í utanríkisráðuneytinu skipaði hann tólf sendiherra á jafn mörgum mánuðum. Það er líklega Íslandsmet. Þá og oft áður, og trúlega nú, voru sendiherrar talsvert fleiri en sendiráð Íslands.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: