- Advertisement -

Verkafólk hefur hækkað minnst allra

- þá er sama hvort miðað er við krónutöluhækkanir eða prósentur.

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Samkvæmt nýjum tölum frá Hafstofunni sem birtust í morgun þá kemur fram að meðaltal heildarlauna verkafólks hefur hækkað um 109 þúsund frá árinu 2014 til 2017 eða sem nemur 24,8%. Rétt er að geta það að meðaltal greiddra vinnustunda hjá verkafólki á mánuði voru 198,7 vinnustundir á mánuði árið 2017.

Í þessum sömu gögnum frá Hagstofunni kemur fram að meðaltal heildarlauna æðstu embættismanna ríkisins og sveitafélaga hefur hækkað um 382 þúsund á mánuði eða sem nemur 39,13% frá árinu 2014 til 2017. Meðaltal greiddra vinnustunda hjá æðstu embættismönnum ríkis og sveitarfélaga voru 177 vinnustundir á mánuði árið 2017.

Þegar þessar tölulegu upplýsingar eru skoðaðar þá sést að þetta er algjörlega á skjön við allar staðhæfingar um að tekist hafi að hækka laun verkafólks á liðnum árum „sérstaklega“ umfram aðra hópa. Enda má sjá að það er ekki bara að krónutöluhækkun æðstu embættismanna ríkis og sveitarfélaga hafi hækkað langt umfram verkafólk heldur hafa þeir líka hækkað langt umfram í prósentum talið eða eins og áður sagði um 39,13% á meðan verkafólk hefur hækkað einungis um 24,82%.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: