- Advertisement -

Verkalýðsfélögin og þrælahaldið

Gunnar Smári skrifar: Frá janúar 2015 hefur innflytjendum á vinnumarkaði fjölgað um rúmlega 19 þúsund manns. Ef við gerum ráð fyrir að þeir hafi allir verið á lágmarkslaunum má ætla að þeir greiði árlega um 483 m.kr. í félagsgjöld til verkalýðsfélaga. Þetta er nýtt fé fyrir félögin, fé sem bíður eftir nýjum verkefnum. Ég veit að verkalýðsfélögin hafa staðið sig miklu betur en vinnueftirlitið og aðrar ríkisstofnanir í að teygja sig til innflytjenda í láglaunastörfum, en ég er viss um að verkalýðshreyfingin getur gert miklu miklu betur. Fólkið er þegar búið að borga fyrir þessa þjónustu. Til þess eru félagsgjöldin, að veita félögunum þjónustu verkalýðsfélaga. Þeir félagar sem fá ekki þessa þjónustu hafa verið sviknir, fé tekið af þeim án þess að þeir fái neitt í staðinn.

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: