- Advertisement -

Verkfallið er eðlilegt framhald

Leiðari Flugvirkjar eru númer eitt í röðinni. Allir aðrir launþegar bíða með sínar kröfur. Flugvirkjar eru eðlilega meðvitaðir um það sem hefur gerst hér á landi og ef fréttir af launakröfum þeirra eru réttar, er greinilegt að þeir ætlast ekki til mikils. Sýna hófsemi.

Kjararáð gaf tóninn. Aðallinn fékk ævintýralega launahækkun. Nú er komið að venjulega fólkinu. Það horfir til þess sem gerst hefur og ætlast til að fá góðar hækkanir. Ekki einsog aðallinn fékk, jafnvel innan helmings þess sem skammtað var til íslenskra fyrirmenna.

Flugvirkjar endurspegla væntanlega það sem koma skal. Við myndun ríkisstjórnarinnar var talað um mikilvægi þess að halda ró á vinnumarkaði. Formaður Framsóknarflokksins hefur ekki skilið hvað átt var við. Hann býsnast yfir heimtufrekju launafólks, sjálfur með fulla vasa af launahækkunum. Verkfall flugvirkja er eðlileg þróun af því sem gert hefur verið. Gangi þeim vel.

Sigurjón M. Egilsson.  

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: