- Advertisement -

VG er eins og húskarl hjá íhaldinu

Katrín svarar ekki bréfum og veldur miklum vonbrigðum í röðum eldri borgara.

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Bæta þarf kjör eldra fólks með hækkun ellilífeyris. Þannig hljóðaði kosningaloforð forustuflokks ríkisstjórnarinnar, sem flokkurinn gaf í alþingiskosningunum 2017, fyrir rétt rúmu ári.

Þetta kosningaloforð ásamt fleiri slíkum fleytti flokknum í valdastóla. En flokkurinn sveik þetta kosningaloforð og hefur tapað helmingi fylgis síns af þeim sökum. 

Flokkurinn hefur ekki hækkað lífeyri um eina krónu að eigin frumkvæði frá því hann komst til valda fyrir tæpu ári. Hann hefur stöðugt verið minntur á umrætt kosningaloforð en allt hefur komið fyrir ekki. Forustuflokkur ríkisstjórnarinnar hefur ekki hækkað lífeyri aldraðra eða öryrkja um eina krónu. 

Ég sendi forsætisráðherra bréf um málið í janúar sl.., bæði opið bréf og bréf sem fór í forsætisráðuneytið. En bréfinu var ekki einu sinni ansað. Ráðherra, sem alþýðan hefur komið til æðstu valda telur sig ekki þurfa að svara þegnunum!

Ellert Schram, formaður Félags eldri borgara í Rvk, sendi forsætisráðherra einnig bréf nokkru siðar og fór fram á það sama. Bæði bréfin, mitt og bréf Ellerts lögðu áherslu á, að lífeyrir þeirra lægst launuðu dygði ekki til framfærslu og því þyrfti að hækka hann.

En ekkert hefur verið gert i því efni. Félagi eldri borgara í Rvk mislíkaði svo aðgerðarleysi forustuflokks ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnarinnar í heild, að stjórn félagsins samþykkti harðar vítur á forsætisráðherra og stjórnina. En ekkert bítur á forustuflokkinn. 

Áróður Sjálfstæðisflokksins hefur greinilega virkað: Við hækkum aldraða og öryrkja ekkert áður en laun verða hækkuð! Markmiðið er að halda launum og lífeyri niðri. Það er orðið hlutskipti forustuflokks ríkisstjórnarinnar að halda launum verkafólks niðri og að halda lægsta lífeyri niðri þó hann dugi ekki til framfærslu. Forustuflokkur ríkisstjórnarinnar er eins og húskarl hjá íhaldinu!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: