- Advertisement -

„Við eigum nýja stjórnarskrá“

„Við eigum nýja stjórnarskrá“: Fjögur orð saman í röð sem mynda sannleika sem verður ekki hunsaður. Þannig hefst pistill Katrínar Oddsdóttur, formanns Stjórnarskrárfélagsins, sem hún skrifaði að kvöldi þjóðarhátíðardagsins:

„Í dag dreifðum við í Stjórnarskrárfélaginu um sex hundruð gasblöðrum með þessum sannleika og fögnuðum þannig þjóðhátíðardeginum.
Við hófum daginn á því að slást í för með lúðrasveit og skrúðgöngu sem gekk upp í Hólavallagirkjugarð. Að athöfn lokinni flutti ég örstutta ræðu og minnti á hversu mikið Jón Sigurðsson barðist fyrir íslenskri stjórnarskrá á sínum tíma. Hann sagði: „grundvallarlög sem af öllum mannlegum lögum eru hin mest umvarðandi af því þau eiga að tryggja hin æðstu réttindi manna, og sem þess vegna þurfa að geta fest rætur hjá þjóðinni og áunnið ást og virðingu hennar.“

„Ég lagði svo nýju stjórnarskrána á leiði Jóns og Ingibjargar konu hans og vænti þess að þau komi sterk inn í þessa baráttu hvar sem þau kunna að vera niðurkomin. Mér fannst fallegt hvað forseti borgarstjórnar tók vel í þetta atvik okkar sem var að sjálfsögðu hvergi á neinu plani hjá þeim sem komu að skipulagningunni.“

Ég lagði svo nýju stjórnarskrána á leiði Jóns og Ingibjargar konu hans og vænti þess að þau komi sterk inn í þessa baráttu hvar sem þau kunna að vera niðurkomin. Mér fannst fallegt hvað forseti borgarstjórnar tók vel í þetta atvik okkar sem var að sjálfsögðu hvergi á neinu plani hjá þeim sem komu að skipulagningunni.
Næst var förinni heitið að Stjórnarráðinu þar sem kattlipur prestur um sextugt átti stórleik í því að skreyta Kristján IX. Danakóng með sína þrjóskulega útréttu hönd með hinni dönsku stjórnarskrá sem að stofninum til gildir enn á Íslandi í dag. Kristjáni var einnig afhent nýja stjórnarskráin.

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Stjórnarskrársinnar þurfa jú að nærast og á leið okkar að Hlölla rákumst við á Bjarna Ben þar sem hann sat á Kaffi París. Ég gaf honum blöðru og valdi meira að segja bláa handa honum. Hann tók við henni kurteinsislega og batt við stólbak.“

Stjórnarskrársinnar þurfa jú að nærast og á leið okkar að Hlölla rákumst við á Bjarna Ben þar sem hann sat á Kaffi París. Ég gaf honum blöðru og valdi meira að segja bláa handa honum. Hann tók við henni kurteinsislega og batt við stólbak. Það var eitthvað svo ólýsanlega magnað við að horfa á ögn þreytulegan svipinn á honum við hlið blöðru sem á stóð „Við eigum nýja stjórnarskrá“. Hann hefur jú haldið því fram að engin ný stjórnarskrá sé til. Blessaður má hann reyna hvað hann vill en það mun ekki takast að koma í veg fyrir vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er svokölluð staðreynd.

Jæja, allavega við drituðum svo út blöðrum alla leið í Hljómskálagarðinn en þar gerðu Stuðmenn hlé á söng sínum til að taka á móti Ómari okkar Ragnarssyni upp á sviðið. Ómar afhenti þeim blöðrur og stjórnarskrá og Stuðmenn enduróumuðu kröfu þjóðarinnar um okkar eigin grunnlög.

Við í Stjórnarskrárfélaginu erum óendanlega þakklát fyrir daginn og þessar fallegu móttökur. Allar voru þær jákvæðar og mér fannst skemmtilegast að sjá hvernig það birti oft yfir fólki þegar það las áletrunina á blöðrunum.
Staðreyndin er sú að við eigum nýja stjórnarskrá. Hún verður ekki hunsuð einfaldlega vegna þess að hún er of stór hluti af sjálfstæðisbaráttu okkar sem þjóðar.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: