- Advertisement -

Viðreisn er til sölu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, pukrast ekki neitt. Hafi hún þökk fyrir það. Hún segir blákalt að flokkur sinn sé til sölu. Hún segist einungis selja fáist gott verð fyrir.

Fréttir herma að hún og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi verið kölluð í Víglínuna til að ræða borgarmálefni. Hvers vegna er ekki vitað. Hvorugt þeirra svo mikið sem býr í Reykjavík. Hún í Hafnarfirði og sem fyrr er óvíst hvar Sigmundur Davíð býr.

Morgunblaðið segir fréttir af þættinum þar sem formennirnir voru: „Sagði Sig­mund­ur þá að hann vonaðist til þess að Viðreisn myndi ekki renna beint inn í nú­ver­andi meiri­hluta í borg­inni og sagði Þor­gerður að þau myndu berj­ast fyr­ir sín­um mál­um. „Við mun­um selja okk­ur dýrt.““

Svo notað sé handboltamál verður að segja að í næstu sókn hafi verið dæmdur ruðningur á formann Viðreisnar. Mogginn segir svo frá: „Þor­gerður ít­rekaði meðal ann­ars lof­orð flokks­ins um að berj­ast fyr­ir því að hækka laun kenn­ara og setja áherslu á mennt­un. Sagði hún að fjár­magna ætti 100 þúsund króna hækk­un kenn­ara­launa með gistinátta­gjaldi sem eigi að fær­ast frá ríki til sveit­ar­fé­laga.“

Hvaðan kemur hugmyndin um að Viðreisn sé þess umkomin að breyta hvert gistináttagjaldið fer? Er fólkið að tapa sér? Eða er búið að undirrita eða samþykkja sölusamninga? Er Viðreisn veðsett?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: