- Advertisement -

Viðreisn, stjórnmálaflokkur eða valdaklúbbur?

- spurt er á leiðarasíðu Morgunblaðsins. Varaformaður Viðreisnar hefur skrifað um íslensku krónuna. Henni er svarað fullum hálsi.

Hvað er Viðreisn? Stjórnmálaflokkur eða valdaklúbbur? Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifar grein um Viðreisn, og ekki síst varaformann Vireisnar, Jónu Sólveigu Elínardóttur, á leiðarasíðu Morgunblaðsins í gær. Ljóst er að Stefán Einar er ekki hrifinn af Viðreisn.

„Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður valdaklúbbs sem kallar sig Viðreisn, fer mikinn þessa dagana í fjölmiðlum og reynir að afla sér vinsælda með því að ráðast síendurtekið á íslensku krónuna,“ byrjar hann grein sína. Og er rétta að byrja.

„Finnur hún gjaldmiðlinum allt til foráttu og í grein sem hún birti á opinberum vettvangi kennir hún krónunni um síendurteknar gengisfellingar, tilheyrandi kjaraskerðingu fyrir almenning, öfgakenndar gengissveiflur, óðaverðbólgu, kreppur og jafnvel hrun.“

Stefán Einar er einn af helstu trúnaðarmönnum ritstjórans, Davíðs Oddssonar. Stefán Einar fjallar um stöðu Viðreisnar í skoðanakönnunum. „Þá virðist varaformaður valdaklúbbsins, sem farinn er að ókyrrast vegna ítrekað lélegrar útkomu í skoðanakönnunum, detta í djúpa holu þegar hún fer að tala um húsnæðikostnað á Íslandi og hversu ömurlega krónan hafi leikið íslensk heimili. Ekki er hægt að banna varaformanninum að hafa fyrrnefndar skoðanir á krónunni þótt rétt sé að benda henni á að þær valda því að meiri ástæða er til að hafa áhyggjur af gengi Viðreisnar en íslensku krónunnar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: