- Advertisement -

Vilja ekki að utanaðkomandi rannsaki braggann

Þau eru helstu talsmenn málsins. Vigdís vill að utanaðkomandi verði fengið að rannsaka endurgerð braggans, en Dagur vill það alls ekki. Samherjar hans í meirihlutanum eru honum sammála. Því verður ekkert að rannsókninni sem Vigdís vill að gerð verði.

Meirihlutinn í borgarstjórn sagði nei við óháðri rannsókn á braggaendurbyggingunni í Nauthólsvík. Komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu.

Meirihlutafulltrúarnir vilja ekki að utanaðkomandi rannsaki hvernig það gat gerst að Nauthólsvíkurbragginn gat kostað yfir 400 miljónir króna.

„Þannig held­ur Dag­ur þess­um meiri­hluta sam­an, með því að vísa mál­um í ráð og nefnd fyr­ir lokuðum dyr­um þannig að eng­inn veit hvernig hver greiðir at­kvæði. Því hann þorir ekki með nein mál í gegn­um at­kvæðagreiðslu,“ segir Vigdís Hauksdóttir í Mogga dagsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vig­dís benti þar á að inn­kaupa­ferl­um Reykja­vík­ur­borg­ar hefði ekki verið fylgt hvað varðaði kaup á þjón­ustu, vör­um og verk­leg­um fram­kvæmd­um. „Hvað er eig­in­lega í gangi á skrif­stofu borg­ar­stjóra að vera ekki búið að stoppa verkið? Væri þetta einka­geir­inn væri búið að reka alla ábyrga aðila,“ sagði Vig­dís. Vinna við náðhús bragg­ans virðist einnig hálf­kláruð en upp­haf­legt ástands­mat Eflu á náðhús­inu var að sögn Vig­dís­ar um 34 til 36 millj­ón­ir króna en hef­ur nú kostað um 46 millj­ón­ir. „Og er það varla fokhelt. Það er virði þriggja her­bergja íbúðar í Reykja­vík.“

Dagur og hans fólk samþykkti með tólf atkvæðum gegn tíu að innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borg­ar skoði hvað gerðist.

Nauthólsvíkurbragginn átti að kosta 158 milljónir en kostaði 400


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: