- Advertisement -

Vilja nýjan skattstofn sveitarfélaga

„Alþingi ályktar að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að meta hvort og hvernig unnt sé að veita sveitarfélögum heimild til að innheimta umhverfisgjöld. Ráðherra skili Alþingi skýrslu um málið á vorþingi 2019.“

Þannig hljóðar þingsályktunartillaga þriggja þingmanna Vg, þeirra Ólafs Þórs Gunnarssonar, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og Ara Trausta Guðmundssonar.

Í greinargerðinni segir til dæmis:

„Tilgangur tillögu þessarar er að skoðað verði hvort og hvernig hægt sé að veita sveitarfélögum heimild til að innheimta umhverfisgjöld. Þar yrði sérstaklega litið til þátta eins og gjalda vegna bílaeignar, notkunar á efnum (orkugjöfum, hreinsiefnum, spilliefnum o.s.frv.) sem hafa skaðleg áhrif á nærsamfélagið og starfsemi sem hefur neikvæð umhverfisáhrif.
Sveitarfélögin bera ábyrgð á margvíslegri þjónustu við borgarana, sem oft tengist umhverfisþáttum og hönnun nærumhverfis. Landnotkun sem bílaeign krefst er til að mynda mun meiri eftir því sem bílar eru fleiri. Í raun var ómögulegt fyrir sveitarfélögin að bregðast við með gjaldtöku vegna þessa fram að því að umferðarlögum var breytt með lögum og þeim veitt takmörkuð heimild til gjaldtöku vegna notkunar stöðureita. Enn eru slíkri gjaldtöku þó umtalsverð takmörk sett og hún skilyrðum háð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: