- Advertisement -

Vilja opna á líknardráp

Alþingi Fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um líknardráp, eða dánaraðstoð, einsog segir í tillögunni. Fyrsti flutningsmaður er Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki.

„Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að taka saman upplýsingar um dánaraðstoð og þróun lagaramma um hana þar sem hún er leyfð, sem og tíðni, ástæður og skilyrði dánaraðstoðar og hver reynslan hefur verið,“ segir í upphafi tillögunnar.
„Á síðustu árum hefur reglulega komið upp umræða í íslensku samfélagi um dánaraðstoð, líknardráp eða sjálfsvíg með aðstoð. Ljóst er að umgjörð um þetta viðkvæma mál er mismunandi eftir löndum,“ segir í upphafi greinargerðarinnar.

Tillöguna í heild er hægt að lesa hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: