- Advertisement -

Vilja skýringar á innkaupum borgarinnar

Byggingaréttir keyptir af arkitektum fyrir 30 milljónir. „Vekur furðu að Sjálfstæðismenn kjósi að gera útgjöldin tortryggileg.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði eru ekki sáttir með hvernig haldið er á inkaupum borgarinnar. Þeir bókuðu, ásamt Vigdísi Hauksdóttur, eftirfarandi:

„Ískyggilegt er að fara yfir yfirlit skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi innkaup í Reykjavíkurborg yfir eina milljon króna á 2. ársfjórðungi 2018. Athygli vekja m.a. kaup af Verkís hf. vegna Varmahlíðar, Perlunni upp á u.þ.b. 27 milljónir kr. Þá eru innkaup af fjölda verkfræðistofa, m.a. upp á 5 milljónir án útboðs keypt af Mannvit vegna breytinga á umferðarmiðstöðinni. Enn fremur kemur í ljós að kostnaður við þróunarverkefni eins og VSÓ – vegna ráðgjafar upp á 23 milljónir kr. og fjölmargt fleira. Enn fremur kemur í ljós að Yrki arkitektar fá greiðslu vegna sölu byggingarréttar upp á 18 milljónir kr. og Arkís arkitektar vegna sölu byggingarréttar upp á 12 milljónir. Um er að ræða fjölmarga aðra kostnaðarliði sem verða ekki taldir upp hér. Hins vegar á allur þessi kostnaður sammerkt að vera óútskýrður. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í innkaupráði gerði alvarlegar athugasemdir við þennan kostnað enda er hann allur án útboðs. Jafnframt telur hann rétt að fenginn verði aðili frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar á næsta fund ráðsins til að útskýra ýmis innkaup borgarinnar sem listuð eru upp í þessu yfirliti.“

Meirihlutinn svaraði að bragði með þessar bókun:

„Daglegur rekstur Reykjavíkurborgar felur í sér innkaup af ýmsu tagi, einkum nú þegar borgin er að stækka sem aldrei fyrr. Sjálfsagt er að fulltrúi á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar geri grein fyrir kostnaði vegna alls þess fjölda verkefna sem skrifstofan sinnir hverju sinni með tilheyrandi kostnaði. Um leið vekur furðu að Sjálfstæðismenn kjósi að gera útgjöldin tortryggileg.“

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: