- Advertisement -

Vilja stöðva stöðugar launahækkanir framkvæmdastjórans

- laun framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna hækka linnulítið. Launin hans hafa hækkað langt umfram almenn laun.

Stjórn VR hefur lagt fyrir fulltrúa sína í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna að þeir komi á þaki hvað varðar laun framkvæmdastjóra sjóðsins; Guðmundar Þ. Þórhallssonar.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt, vegna frétta um ótrlúlegar launahækkanir til handa framkvæmdastjóranum, að þau laun sem fjallað hefur verið um séu úr ársreikningum 2015 en þá var Guðmundur með 37,4 milljónir í árslaun. „Guðmundur er í dag með 41.475.000,- kr. í árslaun og hefur hækkað um rúmar 4 milljónir frá því fréttin var unnin. Ég lagði til að launaþak yrði sett á framkvæmdastjóra sjóðsins sem stjórn VR samþykkti og bíðum við þess að stjórnarmenn okkar í lífeyrissjóðnum fylgi henni eftir. Það er alveg á hreinu að þessari sjálftöku úr almanna sjóðum verður að linna. Ég mun fylgja þessu máli vel eftir,“ skrifar Ragnar Þór.

Í fréttum Rúv kom fram að árslaun Guðmundar Þ. Þórhallssonar, framkvæmdarstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hafi hækkað um 19,11 milljónir króna frá árinu 2009 til 2015, eða um 104,4%. „Hækkunin er langt umfram hækkun launavísitölu almennt, launavísitölu stjórnenda og miðgildi launa stjórnenda, samkvæmt Hagstofu Íslands. Laun framkvæmdarstjóra tveggja annarra framkvæmdarstjóra lífeyrissjóða hækkuðu um 29% og 49% á sama tímabili.“

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: