- Advertisement -

Vilja „stunda popúlísk skítastjórnmál“

- og daðra við þjóðerniskenndan rasisma, þá það. Ég get ekki stoppað ykkur í þeim viðbjóði.

Smári McCarty Pírati hreifst alls ekki af ræðu Karls Gauta Hjalatsonar, Flokki fólksins, en hann sagði á aðalfndi flokksins að hann vilji að Ísland hætti þátttöku í Schengen. Karl Gauti bar fyrir sig kostnaði. Smári hefur brugðist við orðum Karls Gauta:

„Ég vona að Karl Gauti lesi fjárlögin betur og átti sig á því að heildarútgjöld ríkisins eru 805 milljarðar á árinu 2018, en að Schengen samstarfið, sem m.a. tryggir lögreglunni aðgang að Evrópskum gagnagrunnum yfir glæpamenn, og leyfir milljónum manna að koma til Íslands árlega sem ferðamenn og eyða peningum hérna án þess að þurfa að heimsækja fyrst Íslenskt sendiráð, kostar 0,111 miljarð á ári ─ það er að segja 0,013% af fjárlögum. Það eru engir hundraðir milljarðar sem eru að fara í samevrópsku landamærin okkar. Þvert á móti er Schengen samstarfið líklega beinlínis ábyrgt fyrir hundruðum milljörðum í þjóðartekjum árlega.

Ef Flokkur Fólksins vill stunda popúlísk skítastjórnmál og daðra við þjóðerniskenndan rasisma, þá það. Ég get ekki stoppað ykkur í þeim viðbjóði. En ekki láta mig standa ykkur að því að bulla upp fáranlegar tölur þegar þið hafið allar forsendur að vita betur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: