- Advertisement -

Vilja takmarka aðgang að háskólum

- aðgangskröfur að háskólunum verði auknar. Skólar verði færri og stærri.

Menntamálaráðherra.
„…að takmarka aðgang að háskólum…“

Íslendingar eru nokkuð undir meðaltalio OECD hvað varðar peninga til háskólamenntunnar. Bjarni Jónsson, varaþingmaður VG, spurði Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir að framlög til háskólanna svo það verði ámóta því sem þekkist á Norðurlöndunum.

„Ráðuneytið telur mikilvægt að heildarendurskoðun á fjármögnun og fyrirkomulagi hennar fari fram, þar sem m.a. verði tekið mið af reynslu annarra landa af því að takmarka aðgang að háskólum, en slíkt tíðkast víðast hvar í mun meira mæli en á Íslandi,“ segir meðal annars í svari ráðherrans.

Ráðherra segir einnig að í starfi háskóla hér sé kröftum dreift víða. „Þá hefur í erlendum úttektum á háskólakerfinu hér á landi verið bent á að fjármagni og kröftum sé dreift víða og að auka megi skilvirkni, samstarf og gæði með því að stækka stofnanir og skapa þannig öflugri einingar.“

Menntamálaráðherra nefnir einnig að athugað verði að auka kröfur fyrir nemendur, að erfiðara verði að komast í háskóla.

„Mikilvægt er að athuga hvort unnt sé að ná markmiðum um aukin gæði með því að auka skilvirkni í kerfinu, draga úr brotthvarfi nemenda og auka aðgangskröfur í háskóla, auk þess að efla fjármögnun.“

Ráðherra nefnir ennig að þegar fjármögnun háskóla á Íslandi er borin saman við önnur ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) kemur í ljós að framlag íslenska ríkisins til háskóla sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er svipað því sem gerist að jafnaði í ríkjum OECD. „Hins vegar er heildarframlagið enn nokkuð lægra og einnig framlag á hvern nemanda.“

Hér má lesa fyrirspurnina og svar ráðherrans.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: