- Advertisement -

Vilja taka valdið af Fangelsismálastofnun

Ekki víst að núverandi fyrirkomulag standist stjórnarskrá, að mati þingmanna. Þarf að vera gagnsætt.

„Á Íslandi hefur dómari einungis það úrræði, í mörgum málum, að dæma fólk í fangelsi, skilorðsbundið eða óskilorðsbundið. Maður sem er dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi getur svo sótt um það til Fangelsismálastofnunar að afplána heldur með samfélagsþjónustu,“ segir í greinagerð frumvarps sem Logi Einarsson og nokkrir aðrir þingmenn hafa lagt fram á Alþingi.

Vilji þingmanna er að þessu verði breytt. „Það er sem sagt á valdi stjórnvalds að ákveða hvort maður sem er dæmdur í fangelsi afplánar það frekar með samfélagsþjónustu eða ekki. Á þessu eru ýmsir ókostir. Í fyrsta lagi er vafamál hvort þetta uppfyllir skilyrði stjórnarskrár um þrískiptingu ríkisvaldsins, að stjórnvald breyti nýuppkveðnum dómum dómsvaldsins. Í öðru lagi er þetta afar ógagnsætt. Ákvarðanirnar eru ekki birtar, eins og dómar, og því geta dómfelldir ekki áttað sig á hvort þeir njóti jafnræðis við aðra í svipaðri stöðu. Vegna þessa ógagnsæis geta verjendur heldur ekki upplýst skjólstæðinga sína nægilega, við meðferð máls, um hvers þeir geta vænst,“ segir þar einnig.

Auk Loga leggja eftirtaldir þingmenn frumvarpið fram: Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Helga Vala Helgadóttir, Oddný G. Harðardóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: