- Advertisement -

Vill aðskilnað ríkis og kirkju

Jón Steindór Valdimarsson.

Alþingi Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, vill aðskilnað ríkis og kirkju. Hann sagði þetta um málið á Alþingi, fyrir skömmu:

„Á þessum tíma ársins er flestum tamt að horfa yfir farinn veg, vega og meta hvað hefur tekist vel og ekki síður hvað hefði mátt betur fara. Fortíðinni fær maður ekki breytt en af henni má læra og einsetja sér að gera sömu mistökin ekki að nýju. Mikilvægast er þó að huga að því hvað má færa til betri vegar. Við alþingismenn njótum þeirra forréttinda að geta haft umtalsverð áhrif á þróun íslensks samfélags með þeim laga- og fjárhagsramma sem við búum því.

Á þessum tíma halda flestir Íslendingar hátíð ljóss og friðar í nafni kristinnar trúar sinnar. Það gera hins vegar ekki allir og þeim fjölgar sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Sömuleiðis fjölgar þeim sem ekki vilja vera í þjóðkirkjunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Forseti.
Í mínum huga er löngu tímabært að Alþingi verði við hinni sjálfsögðu kröfu um að skilja að ríki og kirkju. Það er rétt að um vandasamt verk sé að ræða, en við megum aldrei forðast verkefni bara vegna þess að þau eru krefjandi. Aðskilnaður sem þessi hefur þegar gengið í gegn í ýmsum löndum í kringum okkur, til að mynda í Svíþjóð. Því er bæði rétt og eðlilegt að líta til reynslu þeirra og stuðla þannig að hvoru tveggja – vandvirkni og sátt allra aðila. Við þurfum að taka skref fram á við, í átt að auknu trúfrelsi og auknu jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Því er von mín að samstaða háttvirtra Alþingismanna fáist um þetta mikilvæga mál á sitjandi þingi.
Fyrir því munu þingmenn Viðreisnar beita sér.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: