- Advertisement -

Vill kosningar um borgarlínu

Kolbrún Baldursdóttir.

Kolbrún Baldursdóttir leggur fram tillögu um að Reykvíkingar fái að kjósa um fyrirhugaða borgarlínu. Henni þykir vanta mikið upp á beint lýðræði í Reykjavík.

Tillagan er á dagskrá borgarráðs á morgun.

„Flokkur fólksins leggur fram tillögu um að Reykvíkingar kjósi um hvort þeir vilji að farið verði að undirbúa borgarlínu. Borginni ber skylda til að taka upp beint og milliliðalaust lýðræði sérstaklega þegar verið er að taka ákvörðun um að fara í fjárfrekar aðgerðir sem borgarlínan verður. Hér er verið að sýsla með fé borgarbúa og í þessu tilfelli er um milljarða framkvæmdir að ræða. Í borginni eins og staðan er núna skortir mjög á lýðræði þegar kemur að því að ákveða stórframkvæmdir til framtíðar. Fáir eru að taka lokaákvarðanir sem ættu að vera teknar af fólkinu sjálfu. Hægt er að viðhafa rafræna kosningu við að heyra álit borgarbúa á borgarlínu sem dæmi. Flokkur fólksins gerir kröfu um að auka beint og milliliðalaust lýðræði.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: