- Advertisement -

Vill lækka veiðigjöldin í met hagnaði

„Hagnaður sjö af stærstu útgerðarfélögum landsins nam tæpum 25 milljörðum króna í fyrra. Munar þar mest um afkomu Samherja sem greindi í gær frá því að hagnaður síðasta ár hefði numið 14,4 milljörðum króna. Félagið mun greiða 1.270 milljónir króna í arð til hluthafa sinna,“ segir í frétt Fréttablaðsins.

Í sama blaði segir í annarri frétt: „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðar frumvarp til nýrra heildarlaga um veiðigjald…“

„Það er búið að boða lækkun veiðigjalda. Það verða væntanlega gerðar einhverjar smávægilegar skrautbreytingar til að friða Vinstri græn en tilgangurinn verður áfram sá sami, bara að lækka gjaldið. Það sem við viljum er að þessi þjóðarhlutur sé alveg skýr, að það náist sátt um hver eigi að vera hlutur þjóðarinnar út úr auðlindinni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, í samtali við Fréttablaðið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: