- Advertisement -

VM: Sjómönnum er hótað

Vinnumarkaður „Það er undarleg staða komin í umhverfi sjávarútvegsins, og allar tilraunir okkar til að spyrna við fótum á móti þeim breytingum sem útgerðirnar setja einhliða um borð í skipunum, er unnið á móti með öllum ráðum af hálfu útgerðanna. Okkar félagsmenn hafa ekki lengur stöðu til að hafa skoðun eða setja fram sýnar kröfur án hótanna,“ segir Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM á heimasíðu félagsins.

Hann slær hvergi af: „Við vitum að mönnum hefur ekki aðeins verið hótað brottrekstri frá viðkomandi útgerð, heldur útilokun um ráðningu hjá öðrum útgerðum innan SFS. Við glímum nú við nýja tegund útgerðarmanna. Ég hef ekki kynnst neinu slíku frá því ég byrjaði að vinna við samningagerð. Það eru kannski sjö stórar útgerðir sem ráða öllu og staðan er sú að sjómenn andmæla ekki Þorstein Má í Samherja, Gunnþóri í Síldarvinnslunni, eða þeim á Höfn eða í Vestmannaeyjum. Þetta er veruleikinn sem við glímum við.“

Sjómenn hafa verið með lausa samninga í rétt tæp fimm ár, eða frá 1. janúar 2011. „Vonbrigði okkar nú eru ekki minni fyrir þær sakir að þeir áttu frumkvæði að þeim viðræðum sem þó voru í gangi. Þegar á reyndi vildu þeir ekkert gera. Frá 2011 höfum við hækkað launaliði í takt við samninga sem hafa verið gerðir á vinnumarkaði. En ekki nú, þeir telja laun hafa hækkað umfram það sem þeir geti sæst á.“

Sjá nánar hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: