- Advertisement -

Vörn Vesturbyggðar í miðri sókn

Byggðamál Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, spilar harðan varnarleik vegna fyrirætlana um að leggja niður sýslumannsembættið á Patreksfirði og að heilbrigðisstofnunin í bænum verði sameinuð öðrum stofnunum og störf verði jafnframt lögð niður á Patreksfirði.

Á sama tíma er talsverð uppbygging á suðurhluta Vestfjarða. Störfum og íbúum fjölgar. Þetta kemur skýrt fram í meðfylgjandi viðtali frá þættinum Sprengisandur á sunnudag.

Ásthildur kvartar sáran yfir samskiptaleysi ríkisvaldsins við sveitastjórnirnar.

„Það er aldrei talað við okkur. Og það er alveg sama hvaða ríkisstjórn situr. Það er fullt af góðum stjórnmálamönnum sem vilja vel og hafa góðan hug í öllum þessum málum, en það er aldrei samráð, við erum aldrei spurð hvað okkur þykir best að gera eða skynsamlegast, eða hvort við höfum við hugmyndir um hagræðingu, eða hvort við getum hugsað okkur að taka yfir einhvern rekstur. Við höfum boðist til að taka yfir resktur heilbrigðisstofnunarinnar, okkur hefur ekki einu sinni verið svarað. Samráðið er ekkert og það er mjög sérstakt þar sem við erum stjórnsýslustig númer og ríkisvaldið hefur ekkert samráð við Fjórðungssambandið eða beint við sveitarfélögin. Það á nú ekki að vera flókið,“ sagði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni á sunnudag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: