- Advertisement -

Ýkjum kostnaðinn af einkaleyfum

„Þú getur auðvitað ekki selt eitthvað sem þú átt ekki,“ sagði ráðherra. „Hins vegar eru 45 erlendar umsóknir í vinnslu og í gildi eru um 16 einkaleyfi á þessu sviði sem eru virk hér á landi. Þau eru öll í eigu erlendra aðila,“ sagði Bryndís.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir:
„Hann er talaður mjög upp og ýktur.“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, sem er nýsköpunarráðherra sagði á Alþingi að ekki væri farið rétt með hver kostnaður er af því að sækja um og fá einaleyfi.

„Hann er talaður mjög upp og ýktur. Kostnaður við einkaleyfi á verðmætri þekkingu er auðvitað mjög lítill í samanburði við mögulegan kostnað ef frelsi til athafna skerðist og ef höfð eru í huga tækifærin í tekjuöflun sem slík einkaleyfi gætu veitt,“ sagði ráðherra.

Þórdís Kolbrún hélt áfram og sagði: „Þú getur auðvitað ekki selt eitthvað sem þú átt ekki. Ég held að þessi þekking og þessi vitundarvakning skipti mjög miklu máli. Hún þarf nefnilega að eiga sér stað mjög víða. Hún þarf að vera til staðar hjá vísindamönnum, hún þarf að vera til staðar hjá frumkvöðlum. Hún þarf ekki síður að vera til staðar hjá fjárfestum. Það eru til fjárfestar sem í rauninni fjárfesta ekki nema eftir að hafa gengið úr skugga um að það sé einkaleyfi til staðar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það var samþingmaður Þórdísar Kolbrúnar, Bryndís Haraldsdóttir sem spurði ráðherra vegna einkaleyfa og sagði: „Það kom fram í máli forstjóra Einkaleyfastofu að Íslendingar eiga engin einkaleyfi á aðferðum til að nýta jarðvarma og eru ekki með nein slík leyfi í vinnslu. Hins vegar eru 45 erlendar umsóknir í vinnslu og í gildi eru um 16 einkaleyfi á þessu sviði sem eru virk hér á landi. Þau eru öll í eigu erlendra aðila.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: