Fastir pennar

100 orð um Bjarna Benediktsson

By Miðjan

March 07, 2020

Það þarf kannski ekki 100 orð um Bjarna Ben. Bjarni stendur sig vel í þeim erindum sem honum er ætlað að sinna. Svo verður áfram. Bjarni ræður flokknum. Enginn flokksmaður er tilbúinn til að taka við. Til að skáka Bjarna.

Bjarni veit hvað honum er ætlað að gera. Hann hefur einstakt lag á að tala aðra á sitt band. Til að ganga til liðs við sig. Að hafa getað talað Katrínu á að verja stöðu ofurríkra er afrek. Sem enginn getur leikið eftir.

Bjarni ræður ekki bara flokknum. Minna sést til þeirra sem ráða Bjarna. Samt vitum hverjir þeir eru.