Fastir pennar

100 orð um fátækt fólk á Íslandi

By Miðjan

March 14, 2020

Ekki er víst að okkar helsta ráðafólk geri sér grein fyrir hvernig margt fólk hefur það. Frá degi til dags til dags. Baráttan um brauðið er ekki bara til í fortíðinni. Hún er því miður sígild. Því miður.

Nú herðir að hjá mörgum fyrirtækjum, forstjórarnir óttast komandi mánaðamót. Rétt eins og allt of margir Íslendingar gera. Í hverjum mánuði. Nú stekkur ríkisstjórnin til. Það er þegar fyrirtækin eiga í vanda.

Annað er þegar fátækt fólk á í hlut. Ríkisstjórninni er greinilega sama um sára fátækt fólk. Fólkið virðist mega eiga sig. Réttlæti fólksins er ekki á dagskrá. Ekki er sama hver bankar.