- Advertisement -

35-49 ára einstæður barnlaus karlmaður

Meginlínan er að launahærri karlar hafa aukið ráðstöfunartekjur sínar mun meira en launalægri karlar.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ég held áfram með eigin hagrannsókn til að sýna fram á að lægst launuðu hafa ekki fengið mestu kjarabæturnar á undanförnum árum þó svo að prósentuhækkanir launa gefi annað til kynna. Í þessari grein þá beini ég athyglinni að 35-49 ára gömlum einstæðum og barnlausum karlmönnum sem búa í leiguhúsnæði. Í síðustu grein þá fjallaði ég um konur í þessum hópi og vísast í grein mína „35-49 ára einstæð barnlaus kona“ varðandi niðurstöður um þann hóp.

Stöplaritið að neðan sýnir hvernig ráðstöfunartekjur karla sem til skoðunar eru hafa breyst frá aldamótum. Hópnum er skipt upp í tíu hluta þar sem tíund 1 inniheldur þá lægst launuðu og tíund 10 geymir launahæstu mennina. Aðrir eru þarna á milli.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tíund 1 og 10 stinga mjög í augun við lestur stöplaritsins. Allra lægst launuðu karlarnir hafa setið grátlega eftir. Á sama tíma eru karlarnir í tíund 10 frekir til fjárins. Meginlínan er að launahærri karlar hafa aukið ráðstöfunartekjur sínar mun meira en launalægri karlar samanber græna stefnulínan á stöplaritinu. Ljóst er að tekjuójöfnuður hefur aukist innan hópsins þvert á frásagnir um annað!

Af hverju ætli tíund 10 skeri sig svona úr? Ég tel meginskýringuna vera skattasmugu sem  einfalt er að lagfæra. Smugan mismunar skattgreiðendum efnuðum í hag. Karlmennirnir í tíund 10 eru að uppistöðu sérfræðingar sem starfa innan eigin einkahlutafélags og geta þess vegna tekið góðan hluta af atvinnutekjum út sem arð, en ekki sem laun. Niðurstaðan er að tekjuskattsbyrðin getur lækkað um 16-28 prósent hjá viðkomandi.

Venjulegt launafólk greiðir fullar skattaálögur og hafa engar smugur sem þessa, samt nota sérfræðingarnir innviðina til jafns á við venjulegt launafólk. Það má því segja að efnaðir sérfræðingar séu lúxusfarþegar á bökum almúgans. Ég fjalla betur um þetta í eftirfarandi tveimur greinum, „Bjarni Ben hugsar um sitt fólk!“ og „Meira um Bjarna Ben og Lindu“.

Mjög auðvelt er að ná utan um karlana í tíund 1 og á miðjunni enda kallar það ekki á aukna skattbyrði á þjóðina. Einungis þarf að lagfæra þann annmarka sem um ræðir og færa ávinning niður á við. Hver er á móti þeirri aðgerð?  


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: