- Advertisement -

Listamenn og fátækir, hver er munurinn?

Starfslaun listamanna eru 407.413 krónur á mánuði. Greiðslan er verktakagreiðsla sem táknar að viðkomandi getur dregið ýmsan kostnað frá.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Þá er búið að birta hinn árlega lista yfir listamenn sem fá listamannalaun árið 2020. Ég velti því fyrir mér af hverju þessi tiltekni þjóðfélagshópur fær meira til að moða úr en aldraðir eða öryrkjar. Allir hóparnir þurfa að framfæra sig til lífs og skeiðar og hafa ýmsan kostnað til viðbótar. Það er þó tvennt sem aðskilur. Listamenn eru að iðja sín hugðarefni, sín áhugamál. Á góðum dögum er sagt að þeir göfgi lífið og veiti því fagra liti. Geri það skemmtilegra. Hitt er að listamenn fá meira en aldraðir öryrkjar.

Aldraður sem býr einn í eigin húsnæði og hefur ekki náð að byggja upp nauðsynlegar lífeyrir, segjum til einföldunar engan lífeyrir, fær 252.437 krónur á mánuði eftir skatta til að lifa af. Það sama á við um sjómanninn sem er öryrki eftir vinnuslys. Þessi fjárhæð skerðist síðan eftir ákveðnu kerfi ef þessi hópur hefur aðrar tekjur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Starfslaun listamanna eru 407.413 krónur á mánuði.

Starfslaun listamanna eru 407.413 krónur á mánuði. Greiðslan er verktakagreiðsla sem táknar að viðkomandi getur dregið ýmsan kostnað frá. Á endanum er kannski ekki greiddur mikill skattur af fjárhæðinni. Svo skerðist styrkurinn ekki ef viðkomandi listamaður aflar sér annarra tekna.

Þið sjáið að þessir tveir hópar fá mismunandi meðhöndlun hjá ríkisstjórn (Alþingi). Svona Jón og séra Jón meðhöndlun! Mismununin á sér rót í brengluðu viðhorfi til aldraðra og öryrkja. Sá hópur er talinn afæta og til óþurftar á meðan listamenn teljast fínt tau.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: