- Advertisement -

Icelandair er hluti af klíkunni sem náð hefur undir Sjálfstæðisflokknum og almannasjóðum

Fjármálaráðuneytið, sem eftir langvarandi setu Bjarna Benediktssonar þar inni, er orðið eins og undirdeild klíkunnar sem stýrir Sjálfstæðisflokknum.

Gunnar Smári skrifar:

Icelandair í grunninn stjórnendaklíka sem blóðmjólkar sjóði almennings mest í eigin þágu, en í leiðinni til að tryggja lánardrottnum félagsins endurgreiðslu lána og skuldbindinga félagsins. Þessi stjórnendaklíka semur við fólk af sama sauðahúsi sem komið hefur verið yfir sjóði almennings og í stöður sem gæta eiga hagsmuni almennings.

Helstu leikendur eru þessir:
Fulltúrar SA í stjórum lífeyrissjóða, en forysta SA er í dag saman sett úr mönnum sem fyrri stuttu tilheyrðu stjórnendaklíku Icelandair. Þetta eru menn sem jafnframt eru áhrifamenn innan þeirrar þröngu klíku sem stýrir Sjálfstæðisflokknum. Það sést til dæmis af því að formaðurinn, Bjarni Benediktsson, fer með auglýsingaherferðir SA þegar hann mætir í Kastljós.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Icelandair er skilgetið afkvæmi þeirra klíku sem ræður flestu í samfélaginu.

Bankaráð og bankastjórnendur ríkisbankanna sem valdir eru af Bandasýslu ríkisins, sem er handvalinn hópur trúnaðarfólks Bjarna Benediktssonar. Einu sinni vor stjórnir ríkisbanka kjörnar af Alþingi, en í dag eru þeir eins og ríki í ríkinu, þar sem fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, ræður öllu.

Fjármálaráðuneytið, sem eftir langvarandi setu Bjarna Benediktssonar þar inni, er orðið eins og undirdeild klíkunnar sem stýrir Sjálfstæðisflokknum.
Stjórnendur SA sem hafa leitt baráttu stjórnendaklíku Icelandair til lækkunar launa starfsfólks.

Ríkisstjórnin, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður flestu, sem aðlagaði í vor sóttvarnir að röngu mati stjórnenda Icelandair hvað væri sér og félaginu fyrir bestu. Ríkisstjórnin er vanbúin að mæta körlum í jakkafötum um fimmtugt, bólgnum af frekjum og sannfærðum um eigið ágæti.

Stærra er þetta ekki. Icelandair er hluti af klíkunni sem náð hefur undir Sjálfstæðisflokknum og almannasjóðum í gegnum þá stöðu. Þetta er aflokaður hópur heittrúarfólk, sem trúir því blint og gegn öllum sönnunum, að besta notkun almannasjóða sé að leyfa hinum ríku og valdamiklu að draga sér fé af vild úr þeim.

Icelandair-málið (venjið ykkur við að kalla það því nafni, því þetta mun verða stærsta hneykslismál okkar tíma) er skilgetið afkvæmi þeirra klíku sem ræður flestu í samfélaginu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: