Fréttir

800 tonn þurfa ekki í umhverfismat

By Miðjan

January 07, 2016

Fiskeldi „Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eldi á allt að 800 tonnum af lax- og regnbogasilungsseiðum á ári í seiðaeldisstöð Háafells ehf. Nauteyri, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif framkvæmdarinnar séu sjónræn áhrif sem fylgi nýjum mannvirkjum tengdum aukinni framleiðslu. Háafell er dótturfyrirtæki Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. í Hnífsdal,“ þetta kemur fram á bb.is. Núverandi framleiðsluleyfi hljóðar upp á 200 tonna ársframleiðslu.