- Advertisement -

Á hausinn í ferðamannasprengju

Þetta er eigendum og forystumönnum Icelandair algjörlega til skammar.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Þvílík svívirða að stilla flugfreyjum og flugþjónum þannig upp að ef þau ekki lækki launin sín þá fari Icelandair á hausinn. Eins og sést á launaseðlinum sem birtur er hér í þessari frétt eru launin mjög lág. Hvernig er hægt að lækka útborguð laun sem eru 294,708 krónur á mánuði? Og það fyrir 100 prósent vinnu. Það vita það allir að flugmenn og flugvirkjar hafa mun hærri laun. En þetta er svo einkennandi fyrir þjóðfélagið. Flugfreyjustarfið er í miklum meirihluta kvennastarf og það er að sjálfsögðu endalaust hægt að níðast á þeim. Þetta er eigendum og forystumönnum Icelandair algjörlega til skammar. Þeir hafa heldur betur matað krókinn á þessu fyrirtæki en stýrt því illa að undanförnu. Það er alveg makalaust að þrátt fyrir þá ferðamannasprengju sem verið á Íslandi undanfarin ár og síðan fall WOW hafi forysta Icelandair tekist að fara með fyrirtækið nánast á hausinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: