- Advertisement -

Á Íslandi er rekinn fyrirtækja-sósíalismi!

Jú, heildarskattbyrði landsins lyftist upp vegna skattníðslu á einstaklinga.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Hin fjölmörgu hagsmunasamtök atvinnulífsins eru kunn fyrir hálfsannleik, jafnvel ósannleik. Kjarninn í áróðri lukkuriddara samtakanna er að Ísland skattpíni fyrirtæki og bæta svo við að skera þurfi niður í ríkisrekstri. Lausnarorðin eru alltaf þau sömu: lægri skatta á fyrirtæki og minni sameiginleg velferð. Þetta er falskur söngur! Vandamál riddaranna er að þeir átta sig ekki á að á Íslandi er rekinn fyrirtækja-sósíalismi á kostnað launþega.

Tekjuskattur hlutafélaga er aðeins 20% og situr Ísland um miðbik heimslistans. Erum almennt séð með lægri tekjuskatt en þekkist á Vesturlöndum. Íslensk fyrirtæki greiða til dæmis 5% lægri tekjuskatt en fyrirtæki gera í Bandaríkjunum. Hægt er að finna lönd með lægri tekjuskatt á hlutafélög ef við berum okkur saman við lönd með skert lýðræði og litla sameiginlega velferð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Halda bara ótrauðir áfram á nýju ári og heimta enn lægri skatta á fyrirtæki og minni sameiginlega velferð.

Ísland situr nálægt botni heimslistans þegar kemur að launatengdum gjöldum þrátt fyrir áróður um annað. Íslensk fyrirtæki greiða til dæmis 20% lægri launatengd gjöld en þau bandarísku. Svo til öll Vesturlöndin eru með hærri gjöld á laun.

Hvað virðisaukaskatt varðar þá situr landið við topp heimslistans og á svipuðu reki og Norðurlöndin.

Svo er það rúsínan í pylsuenda ójafnaðar, skattur á fjármagnstekjur (arðgreiðslur hlutafélaga). Hann er einnig með því lægsta í heiminum eða 22%. Við dólum nálægt botninum. Þetta kemur fyrirtækjaeigendum vel sem taka hluta tekna sinna út sem arð. Þegar best lætur getur aðallinn lækkað tekjuskattsbyrði sína um 28% miðað við venjulegan launamann!

Þegar heildarskattbyrði á Íslandi sem hlutfall af landsframleiðslu er skoðuð situr Ísland ofarlega á heimslistanum með yfir 40% skattbyrði. Hvernig má það nú vera? Jú, heildarskattbyrði landsins lyftist upp vegna skattníðslu á einstaklinga. Launþegar landsins niðurgreiða nefnilega fyrirtækjaskatta. Sem sagt, á Íslandi er rekinn fyrirtækja-sósíalismi. Um þetta vilja hagsmunasamtök fyrirtækja ekki tala. Halda bara ótrauðir áfram á nýju ári og heimta enn lægri skatta á fyrirtæki og minni sameiginlega velferð.

Það er ágætt fyrir verkalýðshreyfinguna og ríkisstjórn að taka eftir þessu með fyrirtækja-sósíalismann! Ná má fram jöfnuði í gegnum skattkerfið á fleiri vegu en að flytja skattbyrðina milli launþegahópa. Hyggilegt er að draga úr þessum fyrirtækja-sósíalisma og færa haginn til þeirra lægst launuðu. Aðgerðin eflir hagvöxt og viðheldur viðunandi afkomu fyrirtækja á sama tíma. Allir vinna græða á þessu.

Aðgerðin eykur ekki atvinnuleysi þó sumir atvinnurekendur kyrji þann bölmóð reglulega. Þeir sem það gera eru bara slakir rekstrarmenn. Kunna ekki til verka og eru sjálfir vinnulatir!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: