
Allir vita að hinn síminnkandi blái flokkur ræður því sem hann vill ráða í núverandi ríkisstjórn.
Jóhann Þorvarðarson skrifar:

IMD háskólinn í Sviss mælir samkeppnishæfni sextíu og þriggja þjóða ár hvert og hefur gert síðan árið 1989. Stuðst er við 255 viðmið, sem skiptast upp í fjóra höfuð flokka: árangur af rekstri hagkerfisins, gæði ríkisrekstrar, hagkvæmni atvinnulífsins og almennir innviðir samfélagsins. Ísland situr á þessu ári í tuttugasta og fyrsta sæti og stendur hinum Norðurlöndum langt að baki. Danmörk skipar annað sæti heimslistans, Svíþjóð það sjötta og Noregur það sjöunda. Norðurlöndin þrjú eru öll í mikilli framför á meðan Ísland staðnar eða fer aftur á bak. Myndinni sem fylgir sýnir glögglega þróunina undir stjórn Sjálfstæðisflokks Bjarna Ben.
Allir vita að hinn síminnkandi blái flokkur ræður því sem hann vill ráða í núverandi ríkisstjórn þegar kemur að stóru málunum. Smáflokkarnir tveir, Vinstri græn og Framsókn, hafa ekki önnur prinsíp en að vera taglhnýtingar afturgöngunnar á Háaleitisbrautinni. Bilið milli íslands og hinna Norðurlandanna breikkar svo hratt í tíð ríkisstjórnarinnar að það er vandræðalegt að horfa á rauðu línuna. Maður bara lokar augunum og óskar sér að lína Íslands sé sú sem er blá á litinn. Svo opnar maður aftur augun og rauða málverka klessan er á sínum stað. Eftir situr maður með spurninguna hversu dýr má stjórnmálaferill Bjarna Ben verða áður en manninum er vísað á útidyrnar. Hann þekkir augljóslega ekki sinn vitjunartíma.