- Advertisement -

Að biðja um hjálp þegar allt er komið í brókina

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Axarsköft Gylfa og félaga eru nú þegar orðin svo alvarleg að ekki verður unað við óbreytta mönnun nefndarinnar. Segðu af þér Gylfi og láttu launþega í friði.

Enn og aftur stígur Gylfi Zoëga fram og segir launþega þurfi að sýna samstarfsvilja til að koma taumhaldi á verðbólguna. Þetta er sama tuggan og hann setti fram fyrir Lífskjarasamningana. Við Gylfa vil ég segja að það fyrsta sem skal gera þegar búið er að gera svo illa í brók að það sjáist langt upp á bak er að fara í sturtu og skipta yfir í hreinar brækur. Með samlíkingunni á ég við að nýir vendir sópa best og þarf peningastefnunefnd bankans á að segja af sér, axla ábyrgð á röngum hagstjórnarákvörðunum. Taumlaus verðbólgan er ekki kjarasamningum að kenna, opinber gögn staðfesta það.

Axarsköft Gylfa og félaga eru nú þegar orðin svo alvarleg að ekki verður unað við óbreytta mönnun nefndarinnar. Segðu af þér Gylfi og láttu launþega í friði. Það er fullreynt að þú komir að ákvarðanatöku upp í Seðlabanka. Það sama vil ég segja við Katrínu Ólafsdóttur. Þið búið ekki yfir nauðsynlegum verðleikum til að sitja í nefndinni.   


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: