- Advertisement -

Að framlengja eymdina og hreykja sér af

Ill meðferð ríkisstjórnar Íslands á opinber fé kemur víðar fram en í brunaútsölu Íslandsbanka.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins, og þar með ríkisstjórnarinnar, framleiðir atvinnuleysi og efnahagslegan samdrátt. Auðvelt er að sýna fram á þetta með samanburði við Nýja Sjáland vegna sambærileika landanna. Vinir okkar öndvert á hnettinum fóru um margt ólíka leið en Íslendingar í glímunni við efnahagsleg áhrif kóvít-19 faraldursins. Árangur þeirra er eftirtektarverður. Samkvæmt Alþjóða gjaldeyrissjóðnum er umfang aðgerða á Nýja Sjálandi 22 prósent af landsframleiðslu ársins 2020 á sama tíma og þær eru 11 prósent á Íslandi samanber mynd 1.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ný Sjálendingar settu stóreflis kraft í innviðafjárfestingar ólíkt Íslendingum og juku þannig hreyfanleika vinnuafls milli atvinnugreina. Atvinnutækifæri voru sköpuð um leið og landinu var lokað vegna skaðlegu veirunnar. Í janúar á síðasta ári þá var samþykt að auka innviðafjárfestingar um 4 prósent af landsframleiðslu og framkvæmdir hófust í kjölfarið. Ekkert hangs var þar á bæ. Íslendingar voru meira í því að verja hlutafé fyrirtækja burt sé frá stöðu þeirra. Húsasmiðjan, N1 og Toyota fengu til dæmis ríkisstyrki í gegnum hlutabótaleiðina þrátt fyrir að reksturinn væri blússandi í faraldrinum. Á Íslandi þá stóður innviðafjárfestingar í stað eða minnkuðu frá fyrri árum. Atvinnutækifærin voru því færri en þau hefðu þurft að vera. Þarna klikkaði ríkisstjórnin illilega og lagði þar með grunninn að langdregnu atvinnuleysi og minnkandi verðmætasköpun.

Almennt atvinnuleysi á Íslandi í maí var 9,1 prósent á meðan það var 4,7 prósent á Nýja Sjálandi. Í faraldrinum þá fór atvinnuleysið aldrei yfir 5,3 prósent á Sjálandi á meðan það náði í tæp 12 prósent á Íslandi. Þetta mikla atvinnuleysi endurspeglast í samdrætti hagkerfisins, minni verðmætasköpun. Á sama tíma og það var samdráttur á fyrstu mánuðum ársins á Íslandi þá var hagvöxtur á Nýja Sjálandi samanber mynd 2. Á síðasta ári þá var samdráttur upp á 6,6 prósent á Íslandi á meðan hann var ekki nema 2,9 prósent á Nýja Sjálandi. Tekið skal fram að hagkerfi beggja landa eru háð útflutningi. Flytja mikið út af  ferðaþjónusta, iðnaðarvörum og matvælum.

Skuldsetning ríkissjóðs Nýja Sjálands var um 28 prósent af landsframleiðslu fyrir faraldurinn samanborið við rúmlega 20 prósenta skuldahlutfall á Íslandi. Í dag er hlutfallið í kringum 34 prósent á Sjálandi á sama tíma og það hefur risið upp í 30 prósent á Fróni. Þessar tölur ásamt hagvextinum og lægra atvinnuleysi á Nýja Sjálandi segir okkur ýmislegt. Eins og til dæmis það að aukin skuldsetning á Íslandi og aðrar ráðstafanir hafi ratað á ranga staði. Íslenskar aðgerðir eru augljóslega af lakari gæðum en þær sjálensku. Ill meðferð ríkisstjórnar Íslands á opinber fé kemur víðar fram en í brunaútsölu Íslandsbanka.

Samanburðurinn að ofan staðfestir að efnahagsstefnan skiptir miklu máli fyrir velferð landsins. Að fjárfesta mikið í innviðum við núverandi aðstæður skapar störf og verðmæti hraðar en þær áherslur sem ríkisstjórn Íslands hefur haft. Það er því dapurt að hlusta á ríkisstjórnarflokkana hreykja sér af góðum árangri við efnahagsstjórnina þegar hann er í raun slakur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: