- Advertisement -

Að horfa framan í mann í sturlunarástandi

Jóhann Þorvarðarson:

Sturlaður talsmáti Halldórs Benjamíns hlýtur að fá félagsmenn Samtaka atvinnulífsins til að spyrja sig hvort ekki þurfi að víkja manninum til hliðar og fá hæfari aðila að samningaborðinu.

Halldór er byrjaður að ráðast á og sparka í andlit Sólveigar Jónsdóttur formanns Eflingar.

Hann hefur ítrekað beitt hræðsluáróðri við gerð kjarasamninga á umliðnum árum þegar hann nær ekki sínu fram. Svo langt er hann tilbúinn að ganga í verstu köstunum að ragnarökum er óhikað slengt framan í þjóðina. Nú er andlitsgríma Halldórs Benjamíns Þorbergssonar aftur á móti endalega fallin. Ljóst er að gribbugangurinn skilar honum engu gagnvart samninganefnd Eflingar. Og það sturlar manninn eftir að hafa vafið menn eins og Vilhjálm Birgisson um fingur sér. Nú tekur við hegðun sem flugfreyjum var sýnd ekki fyrir svo löngu og Play stofnaði gult verkalýðsfélag.

Halldór er byrjaður að ráðast á og sparka í andlit Sólveigar Jónsdóttur formanns Eflingar. Segir hann Eflingu aldrei hafa viljað semja þrátt fyrir að félagið hafi sett fram afar sanngjarnt tilboð. Jafnframt fullyrðir hann að Sólveig þurfi að horfa í spegil vegna þess að hann telur að Sólveig áliti alla aðra vera fífl. Og hann heldur áfram með glórulausar aðdróttanir í garð Sólveigar og segir hana heltekna af sundurlyndi á meðan hann sjálfur telur sig vera sérstakan trúnaðarvin launþega. Kann hann ekki annan betri svona í upphafi árs?

Ekki stoppar þvættingurinn hér því Halldór Benjamín vill fá að skipta sér að því hvernig liðsval samninganefndar Eflingar er. Heimtar að nefndin verði skipuð auðsveigjanlegri aðilum svo hann geti drifið sig í sólbað á Tene. Þetta er eins og ef þjálfari Portúgals í handbolta myndi krefjast þess að fá að ákveða hvernig skipan íslenska landsliðsins í handbolta verður þegar liðin mætast á næstu dögum.

Sturlaður talsmáti Halldórs Benjamíns hlýtur að fá félagsmenn Samtaka atvinnulífsins til að spyrja sig hvort ekki þurfi að víkja manninum til hliðar og fá hæfari aðila að samningaborðinu. Enginn vill nefnilega semja við ofbeldismann, sem virðist vera í sturlunarástandi í þokkabót sökum frekju. Annað gæti orðið fyrirtækjum dýrkeypt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: