- Advertisement -

Að mæta í bleiku tjaldi blekkir ekki

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Eftir meira en þriggja áratuga tilraun þá blasir það við að eina leiðin til að koma taumhaldi á hegðun banka er að auka samkeppni, en í dag þá er hún sýndarmennska.

Viðskiptaráðherra mætti í bleiku tjaldi í Kastljósið til að ræða nýja skýrslu um gjaldtöku og arðsemi íslensku bankanna. Hún hafði fánýtið eitt fram að færa um ástandið á bankamarkaði í stað þess að ræða aðalatriðið.

Yfirlýsing um að bankarnir eigi að taka skýrsluna til sín og lækka vaxtamun og önnur gjöld til samræmis við það sem þekkist í kringum okkur er gömul útjöskuð tugga. Ekkert hefur breyst og græðgin er enn við völd. Hagnaður banka bólgnar út sem aldrei fyrr. Að hóta bönkum ríkisaðgerð hefur verið reynt af mörgum ríkisstjórnum, en ávallt mistekist. Það er því firra að ætla að handstýra bönkunum innan úr stjórnarráðinu.  

Staðreyndin er sú að Lilja og Framsókn eru á móti samkeppni eins og kjúklingabringumálið ber glöggt vitni um. Hvergi í heiminum eru bringurnar eins dýrar og á Íslandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eftir meira en þriggja áratuga tilraun þá blasir það við að eina leiðin til að koma taumhaldi á hegðun banka er að auka samkeppni, en í dag þá er hún sýndarmennska. Það sem þarf að koma til er evra. Þá fyrst myndu Íslendingar kynnast alvöru samkeppnismarkaði í stað fákeppniskúgunar. Þrælslund almúgans mynd loks hefja varanlegt undanhald og alþýðan öðlast raunverulegt sjálfstæði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: