- Advertisement -

Að rugla í almenningi

Þannig að veiking krónunnar hefur ekki gert annað en að gera eigendur Samherja ríkari…

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Eins og ég hef sagt ykkur frá þá er uppi sá áróður að öfugt samband sé milli veikingar krónunnar og atvinnuleysis. Sem sagt, fall krónunnar á að stuðla að hærra atvinnustigi en ella. Andlit þessa áróðurs nú um stundir eru Þorsteinn Víglundsson og Fréttablaðið. Í þessari grein hér „Bjarni Ben og Sigríður Andersen hafna efnahagslegum veruleika“ þá hrakti ég vitleysuna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á myndinni sem fylgir þá má sjá að sama og engin fylgni er milli verðbreytinga krónunnar og atvinnuleysis. Fyrir þá sem hafa gaman af tölfræði þá mælist fylgnin aðeins plús 0,114 á skala sem hæstur getur orðið plús 1 og lægstur mínus 1. Plús einn táknar fullkomna fylgni og mínus einn fullkomna öfuga fylgni. Núll endurspeglar enga fylgni. Svo rangur er áróður Þorsteins og Fréttablaðsins að á milli krónunnar og atvinnuleysis er ekki einu sinni öfugt samband. Þannig að veiking krónunnar hefur ekki gert annað en að gera eigendur Samherja ríkari, auka verðbólgu og minnka kaupmátt almennings.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: